Varahlutir

Stilling hf. hefur útbúið sérstakan vef fyrir varahluti. Kíkið inn á Varahlutir.is og kynnið ykkur vöruúrvalið.

varahlutir

Hámarks gæði- heimsþekktir framleiðendur

Við hjá Stillingu leggjum mikla áherslu á vandaðar og góðar vörur. Við bjóðum breitt úrval af öllum helstu bílavarahlutum og aukahlutum s.s. verkfærum, efnavörum og ferðavörum frá heimsþekktum framleiðendum. Vörur okkar koma frá birgjum í Asíu, Ameríku og Evrópu.

Varahlutir í allar gerðir bíla.

Við bjóðum varahluti í fólksbíla, rútur og vörubíla, vinnuvélar,tengivagna og kerrur. Birgjar okkar eru meðal annara Philips,Brembo, KYB, Remsa og fleiri. Við flytjum einnig inn varahluti frá sérhæfðari framleiðendum s.s Wabco sem sérhæfir sig í hemlum í vörubíla, vagna og rútur, Federal-Mogul Corporation sem framleiða varahluti í ameríska bíla og Comline sem sjá okkur fyrir varahlutum í japanska bíla.

Hámarks öryggi- góðar hemlavörur

Hemlabúnaður er eitt af mikilvægustu öryggistækjum hverrar bifreiðar. Stórir og hraðskreiðir bílar þurfa vandaða og öfluga hemla sem standast nútíma kröfur. Þess vegna leggjum við áherslu á að eiga aðeins viðskipti við heimsþekkta og viðurkennda framleiðendur sem framleiða hemlavörur sem standa í fremstu röð á þessu sviði. Hjá okkur færðu hemlaskó frá Obtec, Brembo hemladiska í fólksbíla,vörubíla sem og kappaksturbíla, hemlaklossa frá Remsa í flestar gerðir fólksbíla, vörubíla, vagna og rútur. Þá bjóðum við einnigfestingar og hemlarör frá O.J.D trading.

Höggdeyfar.

Stilling býður höggdeyfa í flestar gerðir bíla. Hönnun KYB höggdeyfanna sem Stilling býður uppá er í sérflokki og óhætt er að fullyrða að enginn komist með tærnar þar sem þeir hafa hælana.Framleiðendur KYB höggdeyfa leggja mikla áherslu á öryggi enda gera þeir sér grein fyrir að slitnir höggdeyfar eru hættulegir. Þeir yfirfara gæði hvers einasta hlutar sem skilar sér í betri vöru, ánægðari viðskiptavinum og lengri líftíma vörunnar. KYB er einn stærsti framleiðandi höggdeyfa til bílaframleiðenda í heiminum í dag.

Hjólabúnaður

Hjólabúnaður bifreiðar þarf að vera í fullkomnu lagi. Stilling býður alla helstu varahluti tengda hjólabúnaði bifreiðar s.s. stýrisenda,spindilkúlur og legur. Hjá okkur færðu stýrisenda frá Moog, flestar stærðir og gerðir af legum frá SKF og Powerdrive, ásamt sérhæfðum fólksbílalegum frá Automotive Bearings.

Kúplingar

Við erum stoltir af að geta boðið viðskiptavinum okkar kúplingar sem eru traustar og standast nútíma kröfur. Við bjóðum kúplingar frá Exedy Clutch Europe en fyrirtækið leggur áherslu á öryggi og þægindi ökumannsins. Kúplingarnar eru öruggar og tryggja mjúka oghljóðláta gírskiptingar. Óhætt er að mæla með þessari úrvals vöru frá Exedy.

Rafgeymar.

Stilling býður upp á Yuasa rafgeyma. Yuasa merkið er óþarft að kynna en vörur frá þessum framleiðanda eru tákn um gæði og góða endingu enda Yuasa rafgeymarnir taldir meðal þeirra bestu í heiminum.Nútímaþjóðfélag er í auknum mæli að leggja rækt við umhverfisvernd og umhverfismál. Í takt við þessa nýju strauma leggur Yuasa mikla áherslu á að rafgeymar fyrirtækisins séu eins umhverfusvænir og kostur er og notuð er tækni til að tryggja að framleiðsluferlið í heild sinni sé umhverfisvænt. Yuasa rafgeymar hafa verið í sölu hjá Stillingu í nokkur ár og reynst vel. Yuasa vörumerkið framleiðir rafgeyma fyrir ameríska, evrópska, japanska og kóreska bílaframleiðendur.

Síur

Stilling flytur inn úrval af síum frá viðurkenndum framleiðendum, t.d frá ADL Blueprint-/Comline -/ Meca- Filter, Luber-Finer og svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að hafa í huga að góðar nýjar síur geta minnkað eldsneytisþörf bifreiðarinnar og dregið úr mengun umhverfisins.

Reimar

Stilling býður mikið úrval af viftu og tímareimum frá Gates og Goodyear. Þá býður fyrirtækið einnig gott úrval af flatreimum.

Vatnsdælur

Stilling flytur inn vatnsdælur sem eru frá ýmsum þekktum framleiðendum s.s. SKF, Aisin, Comline, Saleri ofl. Vatnsdælurnar eru þekktar fyrir hámarksgæði og hafa sannað gildi sitt á markaðnum.

Ljóskastarar og perur

Philips merkið þarf ekki að kynna fyrir neinum en frá þeim seljum viðhágæða ljósaperur sem tryggir öfluga lýsingu og hafa sannað gildi sitt við íslenskar aðstæður.

Stilling býður ljóskastara frá framleiðandanum Nein SuneringEnterprise Co. Fyrirtækið hefur um árabil verið meðal virtustu ljósaframleiðenda í bílaiðnaðinum og þekkt fyrir hágæða vöru.Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hönnun kastaranna og gæði. Frá fyrirtækinu Auteroch Industries seljum við ljóskastara fyrir vörubíla og vinnuvélar og ljósabúnað fyrir flestar gerðir bíla frá B.Xenon.