Vélaslitvörn er smurþeyta, byggð á mólýbdendísúlfíði (MoS2) í jarðolíu. Varan myndar afar álagsþolna smurfilmu á öllum núnings- og renniflötum. Þetta veldur minnkuðu viðnámi og gerir allan gang vélbúnaðar mýkri og eykur hagkvæmni. Varan hefur verið prófuð á vélum með afgastúrbínum og hvarfakútum, með góðum árangri.
Bætt í smurolíur bensín- og díselvéla í fólksbílum, öðrum farartækjum, vinnuvélum, landbúnaðartækjum, pressum og dælum. Hentar til notkunar með öllum smurolíum á markaði.
Innihald nægir til íblöndunar í allt að 25 lítra af smurolíu. Bæta má vörunni í olíuna hvenær sem er.
Athugið: Notið ekki í farartækjum/vélum með votri kúplingu!
ProLine línan frá Liqui Moly er einungis ætlað til notkunar á verkstæðum af þeim sem hafa þekkingu á efninu.
Skrár |
|
| LM5197 Vörulýsing | |
| Staðsetning | Lagerstaða? |
|---|---|
| Klettháls 5 (lager) | |
| Bíldshöfði 10 | |
| Akureyri | |
| Hafnarfjörður | |
| Selfoss |