Inntaksventlahreinsir

- Vörunúmer: LM2846

4.995 kr


Inntaksventlahreinsir

Inntaksventlahreinsirinn er sérstaklega virkur leysir til að hreinsa óhreinindi á svæðum í kringum inntak og innspýtingarspíssa bifreiða. Efnið leysir upp og fjarlægir óhreinindi eins og olíur, límkvoður og límleifar af spíssum og innri íhlutum innspýtingarkerfa. Notkun hreinsisins tryggir að innspýtingarkerfið vinni vel og dregur þannig úr eldsneytisnotkun.

Eiginleikar:

  • Hröð og skilvirk þrif.
  • Þarf lítið að taka vél í sundur til að þrífa.
  • Auðvelt og hagkvæmt í notkun.
  • Hæfir bifreiðum með hvarfakút.

Notagildi: Varan hreinsar óhreinindi af svæðum í kringum inntak og innspýtingarspíssa bifreiða.

Notkun: Drepið á vélinni, úðið vandlega á þá íhluti sem á að hreinsa og látið liggja í um 2-3 mínútur. Ræsið vél og úðið vandlega á ný yfir sömu svæði með vél í gangi á meðalhraða. Ef mikil óhreinindi eru til staðar gæti þurft að endurtaka þrifin.

Ath: Hægt er að fjarlægja framlengingu á úðastút ef þarf.

Magn 400ml

ATH Einungis til notkunar í bensínvélum.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss
Stilling hf.