Sjálfskiptingahreinsirinn frá LIQUI MOLY er öflugur hreinsivökvi, hannaður til að leysa upp skaðlegar útfellingar og leifar í sjálfskiptingum. Hrein sjálfskipting vinnur betur og endist lengur. Hreinsirinn inniheldur mjög virk hreinsi- og leysiefni sem hafa verið prófuð, bæði á rannsóknarstofum sem og í praktískum tilraunum, til að tryggja virkni þeirra gegn óhreinindum og útfellingum í sjálfskiptingum.
Eiginleikar:
Notkun: Bætið innihaldi brúsans saman við heita sjálfskiptingarolíuna áður en skipt er um sjálfskiptingarvökvann. Leyfið vél að ganga í hlutlausum gír í 10 mín. og skiptið svo a.m.k. tvisvar um alla gíra með bifreið kyrrstæða. Fylgið síðan hefðbundinni hreinsunaraðferð og skiptið um olíur og tilheyrandi síur. Innihald brúsans nægir í sex til níu lítra af olíu.
Nota má LIQUI MOLY sjálfskiptingarhreinsirinn samhliða öllum helstu sjálfskiptingarvökvum sem eru á markaði í dag. Fylgja skal leiðbeiningum framleiðenda við viðhald á sjálfskiptingum.
Hæfir öllum sjálfskiptingum.
| Staðsetning | Lagerstaða? |
|---|---|
| Klettháls 5 (lager) | Nei |
| Bíldshöfði 10 | |
| Akureyri | |
| Hafnarfjörður | |
| Selfoss |