Hleðslutæki CS Free 10-130ah, 20A

Frá Ctek - Vörunúmer: CK40462

63.900 kr


CS FREE

CTEK CS FREE er fyrsta fjölnota, ferðahleðslutækið fyrir rafgeyma í heiminum og smarthleðslutæki sem er með öfluga aðlögunartækni. Hægt er að hlaða og viðhalda hvaða 12V blýsýru- eða lithíum rafgeymi hvar sem er með því að nota rafmagn, sólarorku eða tómstundarafhlöðu. Ef rafgeymirinn þinn er tómur, þá mun þessi byltingarkennda aðlögunartækni í CS FREE finna öruggustu og fljótlegustu leiðina til að hlaða rafgeyminn þinn og koma þér af stað aftur á innan við 15 mínútum.

Lýsing

Fjölnota, ferðahleðslutæki og smarthleðslutæki með aðlögunartækni.

CS FREE gerir þér kleift að hlaða og viðhalda hvaða 12V blýsýru- eða litíum rafgeymi sem er, hvar sem er þótt þú sért hvergi nálægt neinum straumgjafa. Notaðu tækið sem ferðahleðslutæki til að fylla rafgeyminn með rafmagni, tengja það við sólarrafhlöðu eða 12V rafgeymi og njóta þannig frelsis hvert sem þú ferð.

CS FREE býr einnig yfir byltingarkenndri aðlögunartækni þannig að ef ökutækið þið fer ekki í gang má tengja það við CS FREE sem mun sjálfkrafa meta stöðuna á rafgeyminum. Tækið mun síðan finna öruggustu og fljótlegustu leiðina til að gefa aflið sem þarf til að ræsa ökutækið þitt á innan við 15 mínútum.

Ólíkt flestum afl-aukandi tækjum er CS FREE næmt og öruggt og skemmir ekki rafgeyminn þinn eða ökutæki með því að hlaða einungis nóg til að koma þér af stað.

CS FREE er líka snjallhleðslutæki og hátæknilegur aflbanki sem sér um að halda nógu afli í rafgeyminum og tæknibúnaðinum svo þeir séu alltaf tilbúnir.

Möguleikar

Eiginleikar

• Má nota með öllum gerðum af 12V blýsýru- og lithíum rafgeymum

• Hentar vel í mótorhjól, bíla, frístundaökutæki og sendiferðabíla

• Niðurtalningarvirkni sýnir hvað er langur tími þar til rafgeymirinn er fullhlaðinn

• Má skilja eftir tengdan á öruggan hátt yfir langan tíma þegar verið er að hlaða í viðhaldi

• Má hlaða og nota með 12V auka innstungu, þjónusturafgeymi eða sólarþilju

• USB-C og USB-A úttök til að hlaða tæknihluti eins og ferðatölvur, snjallsíma og spjaldtölvur

• Auðvelt í notkun, einfalt að stjórna, auðskiljanlegt

• Engar stillingar – bara tengja og CS FREE sér um allt

• Hægt er að fá allskonar aukabúnað til að hlaða án rafmagns og fyrir hentuga geymslu.

• Ný vinnuhentug hönnun með sterka og endingargóða tösku

• Auðvelt að taka með sér eða festa á vegg með valfríu CS veggfestingunni

• Tveggja ára áhyggjulaus ábyrgð

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager) Nei
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss

Tengdar vörur
CK40330


CK40468

Stilling hf.