Undirvagnsvörn svört

- Vörunúmer: LM6102

4.395 kr


Undirvagnsvörn svört

Wax Underseal anthracite er húðunarefni í leysiefnisgrunni án biks sem er notað sem tæringarvörn á undirvagna ökutækja eftir viðgerð eða sem endurnýjun á allri varnarhúð. Eftir þornun myndar vaxið og kvoðan í efninu endingargóða varnarhúð með frábærri viðloðun og varnareiginleikum fyrir yfirbyggingu ökutækja. Vegna einstaks stöðugleika vörunnar má setja efnishúð allt að 1 mm á þykkt.

Eiginleikar:

  • Þunn heilþekjandi himna
  • Þornar fljótt
  • Mjög stinn
  • Góðir vinnslueiginleikar
  • Fyrir viðgerðir og eftirmeðferð
  • Til að hylja og verja gólf ökutækja gegn tæringu
  • Mjög gott þekjuefni

Notkunarsvið: Wax Underseal anthracite er mest notað undir gólf ökutækja, inn í aurbretti og hjólhús eftir viðgerð, til meðhöndlunar PVC undirhluta yfirbygginga og til viðgerða á skemmdum undirhluta yfirbygginga.

Leiðbeiningar: Yfirborð sem á að þekja með undirvagnaefni verður að vera tandurhreint. Ryð verður að fjarlægja. Yfirborðið verður að vera þurrt og hreint og laust við fitu og algjörlega rykfrítt.

Wax Underseal anthracite má setja á með USB úðunarbyssu, vörunr. 6219 eða þrýstiknúinni úðunarbyssu, vörunr. 6220 með vinnuþrýsting 2 – 8 bar allt eftir munstrinu sem sóst er eftir. Vegna frábærs stöðugleika vörunnar má setja efnisþykktina allt að 1 mm. Vinnsluhitastigið og hitastig flatarins sem á að þekja má ekki vera lægri en 10° C. Óhætt er að hefja akstur ökutækisins eftir u.þ.b. 2 kl.st. og fer það eftir veðri og þykkt húðarinna. Endanleg þornun tekur u.þ.b. 12 – 14 kl.st.

ATH: Ekki úða Wax Underseal anthracite á hluti sem hreyfast eða hitna svo sem vélar, gírkassa, drifsköft, útblástursrör, hvarfakúta eða hemlakerfi.

Stífluð úðunarbyssa getur valdið því að dósin springur.

Nauðsynlegt er að fylgja leiðbeiningum um notkun úðunarbyssunnar.

Að notkun lokinni skal hreinsa úðunarbyssuna með viðeigandi hreinsiefni.

Magn 1L

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss Nei

Tæknilýsing

Grunnur
vax
Litur
steingrátt
Lykt
einkennandi
Þéttleiki
0,87g/cm3
Seigja við 20°C
3750 mPas
Blossamark
41°C
Suðumark
135°C
Föst efni
u.þ.b 52%
Þurrkutími þartil má nota ökutækið
2 klst.
Gegnumþurrt
12klst.
Hitaþol
-30°C til +90°C
Vinnsluhiti
5°C - 25°C
Rakaprófun skv DIN 50017
KFW 17 umferðir
Hætta á frostskemmdum
nei
Ráðlagt geymsluhitastig
5°C - 25°C
Geymsluþol
24 mánuði

Stilling hf.