Olíuleka stopp ProLine 1L

- Vörunúmer: LM5182

5.995 kr


Olíuleka stopp ProLine 1L

Olíulekastopp yngir upp gúmmí- og plastpakkningar í vélum og dregur úr olíubrennslu um stimpilhringi og ventlastýringar. Olíulekastopp vinnur á móti seigjutapi í vélarolíum og kemur í veg fyrir mengandi olíuflekki á götum og bílageymslum. Má nota með öllum vélarolíum á markaðnum.

Eiginleikar:

  • Kemur í veg fyrir bláan útblástursreyk
  • Hentar fyrir bensín- og díselvélar
  • Heldur við og yngir upp gúmmí- og plastpakkningar
  • Hentar afar vel á mjúk plastefni
  • Tryggir litla smurolíubrennslu
  • Kemur í veg fyrir olíuflekki og mengun umhverfis
  • Dregur úr vélarhljóði
  • Stöðvar leka gegnum gleypar og samangengnar pakkningar

Hentar fyrir allar bensín- og díselvélar.

Innihald brúsans (1 lítri) nægir á allt að 15 lítra af smurolíu. Nota má vöruna hvenær sem er. Eftir áhellingu skal láta vél ganga þar til hún er heit eða aka farartækinu. Þétting næst ekki fyrr en eftir 600 til 800 km akstur. Til þess að tryggja varanlegan árangur, mælum við með notkun Olíulekastopps við hver olíuskipti.

Athugið: Hentar ekki fyrir mótorhjól með votri kúplingu!

ProLine línan frá Liqui Moly er einungis ætlað til notkunar á verkstæðum af þeim sem hafa þekkingu á efninu.

Tæknilýsing

Litur / útlit
Gulur-tær
Eðlisástand
Seigfljótandi vökvi
Eðlismassi við 20°C
0,896 g/sm³ DIN 51757
Seigja við 20°C
1299 mPas DIN 51398
Blossamark
76°C DIN ISO 2592
Rennslismark
-5°C DIN ISO 3016
Lykt
Einkennandi
StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager) Nei
Bíldshöfði 10 Nei
Akureyri Nei
Hafnarfjörður Nei
Selfoss