Virkur leysir með háþróuðum bætiefnum sem gera efninu kleift að fjarlæga dæmigerð óhreinindi sem finnast í kringum dísilinntakið og í innspýtingarspíssum bifreiða. Efnið leysir upp og fjarlægir óhreinindi eins og olíur, límkvoður, límleifar og fleira sem myndast þegar súrefni blandast eldsneytinu.
Notkun vörunnar tryggir að innspýtingarkerfið vinni vel sem minnkar þar með eldsneytisnotkun. Eykur áreiðanleika dísilvéla.
ATH: Eingöngu ætlað til notkunar fyrir dísilvélar.
Mælt er með notkun vörunnar við hverja skoðun til að fyrirbyggja uppsöfnun óhreininda. Hæfir bílum með EGR ventla og sótsíur (DPF).
Eiginleikar:
Notagildi: Varan hreinsar óhreinindi af svæðum í kringum dísilinntak og spíssa bifreiða sem geta truflað gang vélarinnar. Til að koma í veg fyrir uppsöfnun óhreininda er mælt með notkun vörunnar við hverja skoðun.
Eingöngu ætlað til notkunar fyrir dísilvélar.
Notkun: Opna skal inntaksrör og fjarlæga óhreinindi með úða. Hægt er að nota framlengingu á úðabrúsann til að komast að inntaki. Ræsa skal vélina og hreinsa inntakið með því að úða nokkrum sinnum í 2-3 sek. á meðan vélin er í gangi (2000 sn/mín.). Ef snúningur vélarinnar eykst mikið (>1000 sn/mín.) á meðan á hreinsuninni stendur, skal stöðva úðun.
Ath: Má eingöngu nota á meðan vélin er í gangi.
Magn 400ml