G-scan 3 tölvan er háþróuð greiningartölva sem hægt er að nota til að greina öll helstu vandamál bifreiða, tölvan er handhæg, öflug með 8 kjarna 2.1GHz örgjörva, 10" snertiskjá, 64GB innbyggðum hörðum disk og þráðlausu neti
G-Scan tölvan býður upp á sjálfvirka leitun í kerfi bílsins og inniheldur gagnagrunn með ítarlegum upplýsingum.
Með G-Scan 3 er hægt að endurkóða lykla, endurstilla vélartölvu, búnað og skynjara, ásamt því getur G-Scan kóðað ýmsar stjórnborðseiningar.
Stýrikerfi G-Scan tölvunnar er þægilegt í notkun og tölvan býður upp á valmynd með þeim tólum sem eru oftast notuð. G-Scan setur villukóða upp á þægilegann hátt með fullri lýsingu á kóða og hægt er að taka skjáskot og skrifa minnisatriði inn á skjáskotið. Með G-Scan tölvunni er hægt að setja gögn fram á myndrænan hátt í flugriti, einnig er tölvan búin einingabreyti ásamt reiknivél fyrir sértækar aðgerðir.
Helstu eiginleikar G-Scan 3: