Hlífðarþvottaefni

Frá Dr. Wack - Vörunúmer: DR2181

1.966 kr


Hlífðarþvottaefni

Hágæðaútivistarföt, eins og t.d. frá Rukka, þurfa sérstaka umhirðu. Aukin óhreinindi draga úr gegnumflæði öndunarfilma. Algeng þvottaefni og mýkingarefni geta dregið úr virkni öndunarfilmanna og áhrifum vatnsvarnarinnar.

Dr. Wack hlífðarefnið:

  • Framúrskarandi hreinsigeta, bætir öndun í gegnum öndunarfilmur.
  • Sérstakt þvottaefni fyrir útivistarföt.
  • Býr fataefnið undir að sjúga í sig S100 Waterproofing Agent.
  • Bætir öndun í gegnum öndunarfilmur.
  • Eyðir vondri lykt.
  • Með hagkvæmri þvottaskál sem auðveldar skömmtun.

Hentar fyrir allan textíll, leður eða textíl- og leður-samsetningar(Kynntu þér leiðbeiningar um umhirðu frá framleiðanda.)

Þvottavélarleiðbeiningar: Helltu S100 Technical Fabric & Leather Wash í þvottaskálina (sjá skammtastærð á töflu), settu skálina inn í þvottavélina og þvoðu samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda. Þvottaefnið er einnig hægt að setja beint á mjög skítug svæði fyrir þvott. Skolaðu fötin aftur ef það er mögulegt. Ekki þvo fleiri en tvær flíkur í einu.

Handþvottaleiðbeiningar: Settu viðeigandi magn af S100 Technical Fabric & Leather Wash í volgt vatn og þvoðu fötin vandlega. Skolaðu þau vandlega (helst þrisvar) með volgu vatni á eftir.

Ábendingar:

  • Leður verður að þurrka vandlega eftir þvott. Þurrkaðu leður með því að hengja það upp á þurrum og vel loftræstum stað. Þurrkaðu aldrei leður á ofni eða í sterku og óhindruðu sólarljósi svo það þorni ekki um of.
  • Leðrið þarf að fá nýja fitu og næringarefni eftir þvott til þess að halda því mjúku og hindra að vatn og óhreinindi komist inn í það. Við mælum með því að nota S100 Leather Care.
  • Textílefni þarf að vatnsverja til að hindra að þau blotni, óhreinkist og lýsist upp. Við mælum með S100 Waterproofing Agent.
  • Föt með öndunarfilmu ætti að þrífa oftar, þar sem aukin óhreinindi draga úr öndun þeirra.

Ath: Ef þú ætlar að vatnsverja fötin eftir á skaltu ekki nota mýkingarefni.

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður Nei
Selfoss