Vatnsvarnarúði

Frá Dr. Wack - Vörunúmer: DR2171

2.559 kr


Vatnsvarnarúði

Allir sem hafa lent í óvæntri rigningu þekkja mikilvægi þess að klæðast vatnsvörðum fatnaði úr textílefnum eða leðri (hvort sem það er jakki, buxur eða skór).

Ytra byrði vatnsheldrar filmu í fatnaði verður rennblautt sem veldur óþægilegum kulda vegna uppgufunar. Líkaminn kólnar og þér finnst þú vera blaut(ur). Öndunarhæfni filmunnar minnkar einnig.

  • Vatnsvarnarúðinn veitir varanlega vörn gegn bleytu og kulda vegna uppgufunar.
  • Tryggir öndun í gegnum öndunarfilmur.
  • Með einstaklega langa virkni.
  • Ver efni fyrir því að lýsast upp vegna útfjólublárrar geislunar.
  • Varanleg vörn gegn bleytu og þar með kulda vegna uppgufunar.
  • Hrindir frá sér vatni, olíu og óhreinindum.
  • Blettalaust.

Notist á textíll og leður, með og án öndunarfilmu, eins og t.d. föt (jakkar, buxur, hanskar o.s.frv.), skó, bakpoka, tankbakpoka og tjöld.

Notkun: Við mælum með að fatnaðurinn sé þveginn vandlega með S100 Technical Fabric & Leather Wash til þess að búa hann undir að sjúga í sig vatnsvörnina.

  1. Hristu brúsann fyrir notkun.
  2. Úðaðu vökvanum á þurrt og hreint yfirborðið í vel loftræstu rými, helst utandyra, úr um 20 sm fjarlægð.
  3. Láttu fötin þorna á skuggsælum stað.

Notist ekki þar sem sól skín beint á eða á heita fleti.

Vatnsvörnin endist betur ef flíkin er sett á heitan stað eftir að hún er algjörlega þornuð, t.d. með því að hengja hana upp þar sem sólar nýtur.

Stilling hf.