Ryð og tæringarvörn S100

Frá Dr. Wack - Vörunúmer: DR2110

2.954 kr


S-100 ryð og tæringarvörn

Ný efnablanda sem ver fleti úr málmi gegn ryði, tæringu og salti. Efnið er mjög þunnfljótandi og nær að verja fleti sem erfitt eða ekki er hægt að komast að. S100 jafnvel stöðvar ryðmyndun sem hafin er.

Efni þetta hefur þann eiginleika að það myndar varnarfilmu jafnvel þótt snert sé, lokar sér aftur og er því betra en bón.

Kjörið á tæki sem ekki notast yfir veturinn. Smyr og eyðir raka.

Notkun:

1 .Gætið þess að yfirborð sem úða á sé hreint og þurrt. 2. Hristið brúsann vel, fyrir notkun. 3. Úðið með jafnri áferð á flötinn og látið þorna. 4. Gott er að úða efninu fyrst í klút , ef bera þarf á minni fleti, Það kemur í veg fyrir of mikla dreifingu efnisins. 5. Ef of mikið er borið á, heinsið af með þurrum hreinum klút.

Ef leggja á tækinu fyrir veturinn úðið vel á en þurrkið ekki af.

Takið eftir: Varist að úða á dekk eða bremsudiska.

Hættulegt við innöndun. Leitið umsvifalaust læknis eftir inntöku og sýnið umbúðir eða umbúðamerkingar.

Einnig undir vörunúmeri DR3330

Stilling hf.