Hvort sem þú ert á leið í fjölskyldufrí, ferðalag með hundinum þínum eða skíðaævintýri, þá býður Thule Motion 3 upp á fullkomna blöndu af rými, skilvirkni og stíl. Með bættri straumlínulögun og breiðari stærðarvali, þar á meðal nýjum valmöguleikum með lágu sniði, tryggir Thule Motion 3 sparneytnari ferðir án þess að skerða geymslurýmið.
Uppgötvaðu samruna nútíma hönnunar og hagkvæmni með Thule Motion 3. Nýjasta ferðaboxið er nútímavætt til að bæta ferðalagið þitt og er auðveldara í notkun. Með hreinum línum geymir ferðaboxið ekki bara búnaðinn þinn – bíllinn þinn verður glæsilegri. Aukið notagildi, þar á meðal SlideLock læsingarbúnaður og tvíhliða opnun sem hægt er að stjórna með annarri hendi, gerir notkun auðveldari án þess að fórna öryggi eða stíl.
Thule Motion 3 snýst ekki bara um útlit – það er hannað fyrir frammistöðu. Með áherslu á straumlínulögun lágmarkar ferðaboxið vindmótstöðu og tryggir sparneytna ferð. Vænglaga snið með kraftmiklu, framhallandi nefi fyrir minna viðnám og sparneytni.
Sterklega hannað lok með breiðu handfangi sem tryggir mjúka opnun og lokun með aðeins annarri hendi
Fáanlegir fylgihlutir eru ljós, tog-strappa (pull-strap) til að auðvelda aðgang að lokinu og hlífðar fóðri
Auðvelt í ásetningu þar sem boxin koma með PowerClick festingum sem „smellir“ þegar herslan er næg, sem gerir ásetningu er örugga og hraða.
SlideLock kerfi með aðskildum læsingar- og opnunaraðgerðum, læsir lokinu sjálfkrafa á sínum stað og gefur til kynna þegar kassanum er tryggilega lokað
Fáanlegt í ýmsum stærðum til að henta ýmsum farartækjum og þörfum
Hannað þannig að box geti verið framarlega á bíl svo það sé gott aðgengi að skotti með lágmarkshættu á snertingu við ferðaboxið.