VERKSTÆÐI SEM ÞJÓNUSTA BÍLINN ÞINN

Þó við hugsum mjög vel um bílinn þá kemur alltaf slit eða þá að eitthvað bilar. Þess vegna eigum við hjá LongLife Center úrval af gæðavörum frá LIQUI MOLY sem gott er að nota í viðhald á bílnum, svo sem fjölvirk efni til að úða, ryðhreinsi, smurningsúða og margt annað.
Fleiri vörur hjá okkur eins og til dæmis hreinsiefni fyrir loftræstikerfi eru til að fyrirbyggja skaða. Við erum samtök verkstæða sem getum bæði þjónustað og gert við bílinn þinn – fljótt og örugglega. Að sjálfsögðu notum við varahluti af upprunalegum gæðum. 

MUNDU EFTIR RYÐVÖRNINNI

Á Íslandi er rakt loftslag, allavega stundum. Það er töluvert salt í andrúmsloftinu þar sem við erum nær allsstaðar í landinu nálægt sjó; aldrei meira en u.þ.b. 50 km frá hafinu. Það veldur því að ryð er algengt vandamál og þess vegna mælum við með ryðvörn á bílinn þinn. Það er einmitt góð hugmynd að halda við hreyfanlegum hlutum bílsins svo sem lömum og læsingum. Til þess má nota Multi+7 fjölvirka úðann. Hann smyr og losar fastar skrúfur og bolta. Svo geturðu notað sílikonúða til að vernda gúmmílista í bílnum.