ER VOND LYKT Í BÍLNUM?

Þá getur það verið frá loftkæli- eða loftræstikerfinu. Í loftkælinguna eða loftræstikerfið í bílnum geta safnast bakteríur og myglusveppir. Þá kemur ekki aðeins vond lykt heldur getur þetta komið af stað ofnæmi.

Sían í loftkæli- og loftræstikerfi bílsins verður skítug með tímanum og full af óhreinindum og frjókornum og þess vegna er mikilvægt að skipta um síu þegar bíllinn fer í þjónustuskoðun. Við mælum með að þú látir hreinsa loftkælikerfið eða loftræstikerfið og skiptir svo um síu einu sinni á ári svo þú komir í veg fyrir vonda lykt og frjókorn í farþegarýminu.

Hversvegna að láta hreinsa kerfið?

Með því að láta hreinsa loftkæli-eða loftræstikerfi bílsins tryggir þú að bíllinn verður heilsusamlegri fyrir farþegana vegna þess að ekki er verið að blása frjókornum og bakteríum út í farþegarýmið.

Hvers vegna að nota kerfið á veturna?

Það er góð hugmynd að nota loftkæli-eða loftræstikerfið á veturna líka því þannig fjarlægir þú lykt úr farþegarýminu. Loftræstikerfið sér þannig ekki aðeins um að halda þægilegu hitastigi inni í bílnum heldur sér það einnig um að þurrka loftið svo ekki komi móða á rúður.

Það kemur vond lykt þegar ég kveiki á loftkælikerfinu.

Þá er góð hugmynd að fá sér LIQUI MOLY Klima Fresh, hreinsi fyrir loftkælikerfi, sem brýtur niður bakteríur í kerfinu og í farþegarýminu og fjarlægir vonda lykt. Það er auðvelt að nota og það minnkar hættu á ónotum í öndunarfærum. Þú getur líka notað LIQUI MOLY Klima Fresh í bíla sem ekki eru með loftkælingu. Það geta nefnilega líka safnast upp bakteríur í loftræstinguna í bílnum og hreinsir fyrir loftkælikerfi fjarlægir þær líka. Klima Fresh fjarlægir óþægilega lykt á um það bil tíu mínútum. Þegar loftið endurnýjast hreinsast loftræstikerfið að innan á stöðum sem þú kemst annars ekki til að hreinsa. Þá verður hreinn og þægilegur ilmur í farþegarýminu.