Mótorolía

Við framleiðum mótor-og gírolíu fyrir bílinn þinn. Olía frá LIQUI MOLY er viðurkennd af leiðandi bílaframleiðendum og uppfyllir kröfur þeirra.

MÓTORINN ER HJARTA BÍLSINS

Mótorinn er hjarta bílsins og það er mótorolían sem heldur honum gangandi svo þú komist leiðar þinnar á bílnum. Þess vegna skiptir það máli hvaða olíu þú notar á mótorinn þinn. Notir þú ranga mótorolíu tekurðu áhættu á að skaða mótorinn og það getur orðið dýrt spaug. Nýir bílar þurfa að standast strangari kröfur varðandi umhverfið og það þýðir líka að nútíma mótorar eru hannaðir þannig að þeir skaða umhverfið minna en eldri bílar. Þess vegna eru nýjustu olíurnar hannaðar til að henta einungis fyrir ákveðnar gerðir af bílum, þannig næst mesta afkastageta úr mótornum og auk þess mengar bíllinn minna. Þegar þú stendur frammi fyrir því að velja mótorolíu á bílinn þinn eru nokkrir eiginleikar sem þú þarft að velta fyrir þér. Eiginleikar sem varða bæði seigju, íbætiefni, viðurkenningar og atriði eins og til dæmis hreinsieiginleika, smureiginleika og brennisteinsinnihald. Seigja er orð sem notað er um þykkt olíunnar og hvernig hún rennur við mismunandi hitastig. Dæmi um skilgreiningu á olíu er 5w30: -5W (W=Winter / vetur) er seigja olíunnar þegar mótorinn er kaldur. Því lægri sem talan er, því þynnri er olían. – 30 er seigjan við hitastig mótorsins við akstur. Seigja olíunnar skiptir miklu máli en samþykki mótorframleiðandans er mikilvægast þegar verið er að leita að réttu olíunni.

Hversvegna að velja olíuhreinsi?

Þegar þú setur olíu á bílinn þinn sitja ennþá sótagnir og óhreinindi eftir í mótornum. Þess vegna mælum við með að þú notir olíuhreinsi eða vélahreinsi eins og sumir kalla efnið. Olíuhreinsiefni frá LIQUI MOLY inniheldur virk hreinsiefni sem draga sót og óhreinindi út með gömlu olíunni og bætir því skilyrðin til muna fyrir nýju olíuna. Það hjálpar einnig við að minnka slit á mótornum svo hann endist lengur og hámarkar afköstin. Því mælum við með að þú notir olíuhreinsiefni við hver olíuskipti.

Ertu óviss um hvaða olía hentar best fyrir bíllinn þinn?

Það getur verið snúið að finna út hvaða olía hentar best fyrir bílinn. Þess vegna máttu endilega slá bílnum þínum upp í olíuhandbókinni okkar eða hafa samband við LongLife Center í nágrenni við þig og við hjálpum þér með glöðu geði.

TAKTU AUKASKAMMT AF OLÍU MEÐ Í FERÐALAGIÐ

Nútíma vélar brenna örliðið af olíu. Ef þú ert að fara í lengri ferð á bílnum, er góð hugmynd að taka með sér brúsa af olíu. Hjá okkur geturðu keypt mótorolíu í eins lítra brúsum sem auðvelt er að hafa með í bílnum. Við hjálpum þér auðvitað að finna réttu olíuna. Þannig kemst þú hjá því að keyra með of lítið af olíu og þú tekur ekki áhættuna á að fá ranga olíu á bensínstöð.