Flugna og skordýrahreinsir

Frá Tetrosyl - Vörunúmer: TEWBT505

Lýsing

Flugna og skordýrahreinsir

Leysir upp þurrkaðar skordýraleifar og kvoðu, hratt og örugglega!

Wonder Wheels Bug and Sap Remover fjarlægir óhrjálegar skordýraleifar, óhreinindi, jurtakvoðu og olíubletti af yfirbyggingarhluta bílsins, hjólunum, plastefnum, krómi og lakki. Berið á framrúður, framljós og lökkuð yfirborð til að fjarlægja skordýraleifar áreynslulaust. Sterk formúla sem skilur yfirborðið eftir tært og án ráka um leið og hún endurheimtir skýra sýn og eykur öryggi.

Notkunarleiðbeiningar:

  1. Hristið flöskuna vel og snúið stútnum á ‘ON’ stöðuna.
  2. Úðið óspart yfir yfirborðið sem ætlað er að þrífa.
  3. Fjarlægið leifar með hreinum klút eða svampi.
  4. Skolið vandlega með hreinu vatni. Fyrir mjög skítug ökutæki mælum við með því að þrífa ökutækið vandlega með Wonder Wheels Super Wash & Wax til að ná fram glitrandi áferð.

Athugið: Efnið má ekki nota undir beinu sólarljósi eða á heitt yfirborð. Ekki leyfa efninu að þorna.