Lím epoxy 2 þátta

Frá Liqui Moly - Vörunúmer: LM6183

3.290 kr

StaðsetningLagerstaða?
Klettháls 5 (lager)
Bíldshöfði 10
Akureyri
Hafnarfjörður
Selfoss

Lýsing

Lím epoxy tveggja þátta

Við herbergishita er Epoxy Adhesive fljótharðnandi tveggjaþátta alhliða lím sem mála má yfir en það myndar harða og stífa tengingu eða þéttingu á örfáum mínútum. Epoxy Adhesive er kjörið til að festa saman eða hvort við annað: málma (að undanskildu áli), vefnað, keramikhluti, við, gler og steinsteypu.

Epoxy Adhesive er sömuleiðis vel fallið til að þétta rafbúnað og íhluti.

Eiginleikar:

  • Auðvelt í notkun
  • Fljótharðnandi
  • Mjög sterkt
  • Hægt að mála
  • Góð efnisnýting með litlu útrennslisopi
  • Mikil efnamótstaða gegn leysiefnum
  • Frábær styrkur gegn rafstraumi

Notkunarsvið: Epoxy Adhesive er kjörið til viðgerða eða til að líma saman og til einangrunar í bifreiðum og við framleiðslu ökutækja, sömuleiðis í frístundaverkefnum á heimilinu eða í garðinum. Ýmis efni má líma saman eða hvert við annað með Epoxy Adhesive svo sem málma, vefnað, keramik hluti, við, gler og steinsteypu.

Þá er Epoxy Adhesive jafnframt vel fallið til að þétta rafbúnað og íhluti.

Leiðbeiningar:

  1. Hreinsið alla hluti sem á að meðhöndla rækilega með vatni og þurrkið.
  2. Viðloðun límsins má bæta verulega með grófslípun eða skröpun yfirborðsins.
  3. Allt eftir því hvernig á að líma má setja þunna himnu eða dropa af Epoxy Adhesive á límflötinn og leggja hlutina saman. Tryggið að jafn þrýstingur sé á báða efnisfletina sem er verið að líma saman.

Magn: 25ml

Nánari tækniupplýsingar er að finna í vörulýsingar skjali undir skrár hér að neðan.