Bónsápa 1L

Frá Liqui Moly - Vörunúmer: LM1542

Væntanlegt

Lýsing

Bónsápa 1L

Bónsápa sem bæði hreinsar og verndar lakkið í einni umferð.

Bónsápan inniheldur valin vax og yfirborðsvirk efni sem hjálpa til við að fjarlægja óhreinindi áreynslulaust og vernda lakk bifreiðarinnar. Bónsápan eykur gljáa lakksins sem bætir útlit bílsins á mjög skömmum tíma ásamt því að lakk bílsins er varið gegn veðrum og öðrum árásargjörnum umhverfisáhrifum. Bónsápan freyðir vel og er blíð fyrir hendurnar. Venjuleg notkun veitir bestu niðurstöður.

  • Mjög skilvirkt hreinsiefni.
  • Verndar lakk bílsins fyrir veðrum og öðrum umhverfisáhrifum.
  • Þrif og verndun í einni umferð.
  • Inniheldur carnauba vax.

Sérstaklega hentugt fyrir ítarlega en blíða hreinsun á málmflötum ásamt auknum gljáa og vörn gegn veðri og umhverfi.

Hristið bónsápuna fyrir notkun og blandið svo við vatn. 30 ml af bónsápu (um það bil 2 tappar) nægja fyrir 10 l af vatni. Berið sápuna með svampi á svæðið sem þarf að hreinsa. Eftir að búið er að sápa bílinn, skolið með vatni. Regluleg notkun gefur bestu niðurstöðurnar.