Umhverfisstefna Stillingar.

Það er stefna okkar að lágmarka umhverfisáhrif okkar frá starfseminni. Við kappkostum að fylgjast vel með þróun og nýjungum og setjum okkur skýr markmið. Haft er að leiðarljósi að verðmæti séu endurnýtt eftir því sem kostur er og dregið úr hvers kyns sóun þannig að starfssemi fyrirtækisins hafi sem minnst neikvæð umhverfisáhrif. Framkvæmdastóri er ábyrgur fyrir framkvæmd umhverfisstefnunnar. Endurskoða skal stefnuna í samráði við starfsmenn.

Vörur

Við munum leitast við að versla við viðurkennda birgja og umhverfisvænar vörur.

Þjónusta

Leitast skal við að samræma útkeyrslur til viðskiptavina og aðstoða verkstæði við að endurvinna og farga þeim efnum og rafgeymum sem koma úr viðgerðum bifreiða. Eingöngu skal notast við vottaðar endurvinnslustöðvar.

Hráefni og aðföng.

Við val á innlendum birgjum, tækjum og öðrum aðföngum skal leitast við að velja umhverfisvæna kosti.

Vinnusvæði.

Vinnusvæði skulu vera hrein, vel lýst, skipulögð og örugg.

Sorp og úrgangsefni.

Í starfsemi félagsins er sorp og úrgangsefni lágmarkað, flokkað og endurnýtt eins og kostur er. Plast, pappír, timbur, afgeymar og spilliefni skulu flokkuð og send í vottaðar endurvinnslustöðvar.